Dagur Kár Jónsson fyrrum leikmaður í Bónus deild karla var gestur í Fyrstu fimm á dögunum, en þar velja leikmenn og aðrir sitt draumalið leikmanna sem þeir spiluðu með á ferlinum.
Dagur Kár lagði skóna á hilluna á dögunum 29 ára gamall vegna þrálátra meiðsla, en hann er að upplagi úr Stjörnunni. Ásamt þeim hefur hann einnig leikið fyrir KR og Grindavík á Íslandi, Flyers Wels í Austurríki og Ourense á Spáni ásamt því að hafa á sínum tíma verið bandaríska háskólaboltanum með St. Francis skólanum í New York. Þá lék Dagur fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Íslands og sex A-landsleiki.
Hér fyrir neðan má sjá hverja Dagur Kár valdi í sitt lið og þá má hlusta á upptökuna hér á síðunni eða í öllum helstu hlaðvarpsgeymslum.
Fyrstu fimm
Justin Shouse
Gunnar Ólafsson
Ólafur Ólafsson
Elvar Már Friðriksson
Ómar Örn Sævarsson
Sjöttu maður: Tómas Hilmarsson
Þjálfari: Teitur Örlygsson
Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.