{mosimage}
Viðræður standa nú yfir hjá Keflavík við næstu þjálfaraefni meistaraflokks Keflavíkurkvenna í körfuknattleik en Sverrir Þór Sverrisson ekki með liðið á næstu leiktíð. www.vf.is greinir frá.
Vonast er til þess að viðræðum við þá aðila sem til greina koma ljúki fyrir mánaðamót þannig að allri óvissu um framhaldið verði eytt.
Stjórn KKDK og kvennaráð eru einhuga um að koma Keflavíkurliðinu aftur á toppinn eftir að hafa dottið af honum í vetur. Frábær árangur liðinna ára er vitnisburður um hið góða starf sem innt hefur verið af hendi í Keflavík. Ljóst er að keppinautarnir hafa eflst, Haukar eru með sterklt lið og verður það veruleg áskorun fyrir Keflavík með nýjum þjálfara að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn að ári.
Frétt af www.vf.is