spot_img
HomeFréttirHvenær má kalla til tæknina?

Hvenær má kalla til tæknina?

 
Í gærkvöldi mættust KR og Grindavík í Iceland Express deild kvenna þar sem KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri í leiknum. Athyglisvert atvik átti sér stað í lok fyrri hálfleiks þegar Grindvíkingar skoruðu körfu en leikklukka vallarins gaf ekki frá sér hljóð um leið og leiktíminn rann út. Dómarar leiksins þeir Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson nutu því liðsinnis tækninnar í blaðamannastúku KR í gærkvöldi til að sannreyna eðli körfunnar sem var skoruð.
 
Um leið og fyrri hálfleik lauk ráðfærðu dómarar leiksins sig við ritaraborðið í DHL-Höllinni þar sem allir starfsmenn ritaraborðsins voru sammála um að karfa Grindavíkur hafi ekki verið gild. Að því sögðu fóru Kristinn og Eggert í blaðamannastúkuna og sannreyndu málíð. Þar fengu þeir staðfest að leiktíminn hefði verið liðinn og karfan því ekki gild.
 
Karfan.is hefur eftirfarandi upplýsingar eftir dómurum leiksins í gær og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir en skemmst er að minnast ekki ósvipaðs hlutar sem átti sér stað í viðureign Partizan og Barcelona í meistaradeild Evrópu fyrir skemmstu.
 
Samkvæmt leikreglum er dómurum heimilt að notast við video, myndir eða annan sjónrænan búnað til að ákveða hvort síðasta skot (í leikhluta, leik) hafi átt sér stað á meðan leiktími var enn við lýði (en ekki útrunninn). Myndefnið má einvörðungu nota til þess að sjá hvort skotið hafi riðið af innan leiktímans, önnur notkun er ekki leyfileg. Dæmi um aðra notkun er t.d. að notast við tæknina til að sjá hvort einhver hafi stigið á þriggja stiga línuna í þriggja stiga skoti til að ákvarða hvort karfan gefi 2 eða 3 stig. Þessu samkvæmt fengu dómararnir í leik KR og Grindavíkur í gær það staðfest að karfa Grindavíkur var ekki lögleg og leiktíminn liðinn í fyrri hálfleik þegar karfan var skoruð.
 
Úr leikreglum (enska):
C.4 Videos, films, pictures or any equipment, visual, electronic, digital, or otherwise, may be used only to:
• Decide if a last shot at the end of each period or any extra period was released during playing time.
 
Í viðureign Partizan og Barcelona í Euroleague reyndu liðsmenn Barcelona að jafna leikinn og náðu skoti áður en leiktíminn rann út en liðsmaður Partisan sló boltann í burtu af körfunni eftir að leiktíminn rann út. Eftir langa töf þar sem dómarar skoðuðu atvikið voru varnartilburðir leikmanns Partizan leyfðir og Barcelona tapaði því leiknum, sínum fyrsta leik í Euroleague þetta tímabilið.
 
Þarna notuðst dómararnir ekki við tæknina til þess að sjá hvort skotinu hefði verið náð heldur til að sjá hvað gerðist að skotinu loknu og tóku svo ákvörðun út frá því sem er ekki reglunum samkvæmt.
 
 
Ljósmynd/ Kristinn og Eggert skoða körfu Grindavíkur á upptökubúnaði þeirra KR-inga í DHL-Höllinni í gærkvöldi.
 
Fréttir
- Auglýsing -