spot_img
HomeFréttir„Hvarflaði ekki að mér að verða boðið þetta“

„Hvarflaði ekki að mér að verða boðið þetta“

Benedikt Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir fjögurra ára samning við KKÍ um að hann muni stýra Íslenska A-landsliði kvenna. Hann tekur þar með við liðinu af Ívari Ásgrímssyni sem hefur þjálfað liðið síðan 2014.

Karfan ræddi við Benedikt stuttu eftir að samningurinn hafði verið handsalaður þar sem hann sagði þetta hafa komið sér á óvart:

„Þetta hvarlaði ekki að mér. Þetta kom mér mjög á óvart. Bæði að mér hafi verið að boðið þetta og að ég yrði í þessu starfi. Þegar hugmyndin kom svo þá hugsaði ég með mér að þetta væri ekkert svo galið.“ sagði Benedikt og bætti við um lengd samningsins.

„Það var alveg ljóst frá upphafi að þetta yrði nokkra ára verkefni. Maður hefur ekki mikinn tíma með liðinu, þetta eru allt einhverjir gluggar og slíku. Ekki hægt að gera þetta nema svona. Það þarf tíma til að koma sínum fingraförum á liðið. Þess vegna held ég að fjögur ár sé mátulegur tími“

Benedikt þjálfar kvennalið KR sem leikur í Dominos deild kvenna og hefur gert síðustu tvö ár. Mun hann halda áfram með liðið:

„Ég er þjálfari KR í dag. Svo verður bara að koma í ljós hvort þetta fari saman. Allavega eins og staðan er í dag verð ég áfram þjálfari kvennaliðs KR.“

„Ég gekkst að þessi seinni partinn í gær og hef er því ekki kominn svo langt. Næsta mál er svo að skoða skipulagið og gera plön. Hugsanlega finna aðstoðarþjálfara og setja saman teymi núna þegar þetta er loksins orðið að veruleika.“ sagði Benedikt um hvort hann væri búinn að skoða næstu verkefni liðsins.

Viðtalið við Benedikt má finna í heild sinni hér að neðan:

Viðtal: Axel Örn Sæmundsson

Fréttir
- Auglýsing -