Glöggir áhorfendur heimsmeistaramóts karla í körfubolta hafa mögulega tekið eftir því að eitt lið vantar á mótið. Tveir riðlar eru spilaðir í hverju landi af þeim sem halda mótið, en það eru Japan, Filippseyjar og Indónesía. Japan og Filippseyjar eru bæði með lið á mótinu, en hvar er Indónesía?
Ólíkt FIFA mótum, þar sem heimaþjóðin tekur þátt í mótinu án þess að þurfa að spila sig inn, þá þurfa öll lönd, og þá meina ég ÖLL að taka þátt í undankeppnum. Það er einmitt þar sem við misstum burt Indónesíu en þeir voru aðeins einum leik frá því að komast á mótið en töpuðu síðasta leiknum sínum 108-58 fyrir Kína.
“Við ætlum ekki að vera leiðir. Við ætlum ekki að vera svekktir. Við viljum halda áfram. Við viljum halda áfram þessari vinnu. Körfubolti í Indónesíu er við upphaf þess stigs sem við viljum vera á. Við viljum ná hærra. En þessi byrjun er ekki slæm.”
-Milos Pejic, þjálfari Indónesíska liðsins
Indónesía hefur aldrei áður keppt á HM í körfubolta og biðin lengist enn meir. Hins vegar hefur þeim gengið ágætlega á Asia-Cup (Asíumeistarakeppninni) og unnu gull í körfubolta á Suð Austur Asíu leikunum árið 2021 eftir 85-81 sigur í úrslitum gegn Filippseyjum.