Ísland mætir Georgíu kl. 16:00 að íslenskum tíma í lokaleik sínum í undankeppni HM 2023. Til þess að komast uppfyrir Georgíu í riðlinum og tryggja sig á lokamótið þarf Ísland að vinna leikinn og gera það með fleiri stigum heldur en Georgía vann þá heima í Laugardalshöllinni í nóvember síðastliðnum, 85-88.
Ísland þarf því fjögurra stiga sigur eða meira til þess að tryggja farmiða sinn á lokamótið. Fari svo að Ísland vinni leikinn með þremur stigum líkt og Georgía vann leikinn í nóvember fer heildarstigatala liðanna að skipta máli. Þar munar nokkru á liðunum, Georgía með -16 stig og Ísland -59 stig í keppninni í heild. Þannig að þriggja stiga sigur dugir ekki fyrir Ísland í dag.
Mögulegar niðurstöður:
Georgía vinnur leikinn – Georgía fer á lokamótið
Ísland vinnur leikinn með 1, 2 eða 3 stigum – Georgía fer á lokamótið
Ísland vinnur leikinn með 4 stigum eða meira – Ísland fer á lokamótið
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil