Fjórir leikir eru í dag í 32 liða úrslitum Geysisbikarkarla. Vestri B tekur á móti Hamri á Ísafirði, bikarmeistarar KR heimsækja Álftanes í Forsetahöllina og KV tekur á móti Fjölni. Stórleikur dagsins er svo úrvalsdeildarslagur Vals og Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í kvöld.
Bikarinn fór af stað í gær með fimm leikjum, þar sem að Tindastóll, Haukar, Skallagrímur, KR b og Þór tryggðu sig öll áfram í næstu umferð.
Allir leikir helgarinnar verða í livestatt hjá @kkikarfa auk þess að leikur @umfg og @KeflavikKarfa verður í beinni útsendingu á RÚV2 #Geysisbikarinn #Korfubolti pic.twitter.com/Zu5eum3OiW
— Geysisbikarinn (@geysisbikarinn) November 2, 2018
Leikir dagsins:
Vestri B Hamar – kl. 15:00
Álftanes KR – kl. 15:00
KV Fjölnir – kl. 18:00
Njarðvík Valur – kl. 19:15