Fjórði keppnisdagur stendur nú yfir á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð en þetta er síðast dagur riðlakeppninnar og á morgun verður leikið til úrslita og til bronsverðlauna. U18 ára karlalið Íslands mun leika gegn Finnum um bronsið, náist 5 stiga sigur eða meira hjá U16 ára liði kvenna komast þær í bronsleikinn og U16 ára lið karla mun leika til úrslita gegn Svíum.
Tvö brakandi fersk myndasöfn frá karlaleikjum U16 og U18 ára liðanna frá því fyrr í dag eru komin inn hér í myndasafn á Karfan.is