Njarðvík lagði heimakonur í Grindavík í kvöld í 23. umferð Subway deildar kvenna, 72-87. Eftir leikinn er Njarðvík í 4. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Grindavík er sæti neðar í því 5. með 18 stig.
Hulda Björk Ólafsdóttir leikmaður Grindavíkur lék vel fyrir lið sitt, og þessi unga körfuboltakona er afar efnileg og getur án efa náð langt í greininni. Karfan ræddi við hana eftir leik.
“Við lékum ekki nægilega vel í vörninni á lokakaflanum og áttum síðan í erfiðelikum með að finna opin skot. Þetta var svolítið erfitt hjá okkur í fjórða leikhluta og leikur okkar leystist eiginlega upp í vitleysu í restina. Við komum hins vegar í leikinn með það að markmiði að vinna; höfðum trú á því að við gætum það, en það varð því miður ekki niðurstaðan í kvöld.
Við höfum klárlega stækkað sem lið í vetur – reynum alltaf að bæta okkur með hverjum leik; þessi reynsla nú mun hjálpa liðinu á næsta tímabili, það er engin spurning. Ég er bjartsýn á framtíðina, við eigum góða leikmenn og líka efnilega leikmenn sem eru að koma upp og ég er viss um að við munum gera vel á næstu árum.”