spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaHugo og Nikola á Skagann

Hugo og Nikola á Skagann

ÍA hefur samið við Hugo Salgado um að þjálfa lið þeirra í 2. deild karla á komandi tímabili. Tekur hann við liðinu af Chaz Franklin, sem þjálfað hefur liðið síðastliðin þrjú tímabil. Hugo er frá Portúgal, en hann hefur áður þjálfað yngri og meistaraflokka í heimalandinu. Þá hefur félagið einnig samið við Nikola Nedoroscikova um að koma að uppbyggingarstarfi kvennastarfs félagsins, en Hugo mun einnig þjálfa yngri flokka.

Tilkynning:

Körfuknattleiksfélag ÍA hefur gengið frá samkomulagi við nýjan þjálfara að nafni Hugo Salgado sem kemur frá Portúgal. Hann mun taka við af Chaz Franklin sem skilur eftir sig mjög gott starf fyrir félagið undanfarin 3 ár. Hugo er fæddur 1987 og hefur víðtæka reynslu í þjálfun í sínu heimalandi bæði í efstu deild sem og í yngri flokkum. Hann mun sjá um þjálfun í elstu flokkum félagsins sem og koma að þjálfun á afreksíþróttasviði FVA. Með honum kemur einnig unnusta hans Nikola Nedoroscikova sem mun einnig koma að þjálfun hjá félaginu þar sem verið er að byggja um kvennastarf í yngri flokkunum. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin til félagsins og hlakkar til að vinna með þeim á komandi tímabili. Áfram ÍA!

Fréttir
- Auglýsing -