spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHugi og Hilmir í Stjörnuna

Hugi og Hilmir í Stjörnuna

Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir sem uppaldir eru í Vestra á Ísafirði hafa ákveðið að flytja í bæinn í haust og hafa skrifað undir samning við Stjörnuna.

Bræðurnir sem fæddir eru árið 2002 hafa leikið með Vestra í 1. deildinni síðustu 2 tímabil. Hugi sem leikur stöðu framherja og er 199 cm á hæð átti við meiðsli að stríða á síðasta tímabili og lék aðeins 4 leiki í deildinni og skoraði í þeim 8,8 stig og tók 5,5 fráköst. Tímabilið á undan spilaði hann 23 leiki og skoraði 7,5 stig og tók 3 fráköst að meðaltali.

Hilmir leikur stöðu bakvarðar og er 196 cm á hæð. Hann lék alla 22 leiki Vestra á síðasta tímabili og skilaði 11,6 stigum. Eins lék hann alla leiki Vestra árið áður og skoraði þá 4,7 stig að meðaltali.

Báðir léku þeir í U18 ára landsliði Íslands á síðasta ári.

Fréttir
- Auglýsing -