Hrunamenn hafa samið við þá Friðrik Heiðar Vignisson og Óðinn Freyr Árnason fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.
Friðrik Heiðar kom til liðsins síðastliðið haust frá Vestra snýr aftur og hefur skrifað undir samning við Hrunamenn um að leika með liðinu á þessu tímabili. Á síðustu leiktíð lék hann rétt rúmlega 20 mínútur í leik í 1. deildinni og var með 8 stig að meðaltali í leik.
Óðinn Freyr hefur einnig endurnýjað samning sinn við Hrunamenn. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall þá verður þetta hans fjórða tímabil með meistaraflokknum og hefur hans hlutverk stækkað ár frá ári. Á síðastliðnu tímabili lék hann um tæplega 20 mínútur í leik og skilaði rúmum 6 stigum og 2 fráköstum að meðaltali í leik.