spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHrunamenn semja við Hring og Aleksi

Hrunamenn semja við Hring og Aleksi

Hrunamenn hafa samið við Hring Karlsson og Aleksi Liuokko um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Hringur er 19 ára framherji sem hefur leikið upp alla yngri flokkana með Hrunamönnum auk þess að hafa tekið skrefin jafnt og þétt með meistaraflokknum, en á síðustu leiktíð lék hann tæpar 11 mínútur að meðaltali í 27 leikjum fyrir liðið.

Aleksi Liuokko er 24 ára 211 cm finnskur miðherji sem kemur til Hrunamanna frá Valls á Spáni, en þar skilaði hann 7 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá lék hann einnig á sínum tíma fyrir yngri landslið Finnlands.

Fréttir
- Auglýsing -