Hrunamenn hafa samið við Corey Taite um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Taite er 24 ára bakvörður sem getur leyst bæði stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar. Taite lék með Goldey-Beacom í NCAA háskólaboltanum með mjög góðum árangri. Hann var lykilleikmaður liðsins með rúmlega 20 stig að meðaltali í leik, tæplega 4 stoðsendingar, 5 fráköst og afbragðs skotnýtingu, 40% 3ja stiga nýtingu og 90% vítanýtingu.
Síðastliðinn vetur lék Taite í TBL deildinni í Bandaríkjunum. Þar gerði okkar maður sér lítið fyrir og var valinn maður deildarinnar með rúmlega 27 stig að meðaltali í leik og um 45% þriggja stiga nýtingu.