spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHrunamenn láta stigahæsta mann 1. deildarinnar frá sér

Hrunamenn láta stigahæsta mann 1. deildarinnar frá sér

Hrunamenn tilkynntu í dag að þeir hefðu sagt uppi samningum sínum við Corey Taite og Karlo Lebo sem leikið hafa með liðinu í 1. deild karla ásamt því að koma að þjálfun yngri flokka félagsins við góðan orðstír.

Ástæða uppsagnanna er nýjasta samkomubannið vegna Covid-19 og óvissan með framhald Íslandsmótsins.

Corey hefur verið meðal bestu leikmanna 1. deildarinnar í vetur og leiðir hana í stigaskorun með 34,3 stigum ásamt því að vera með 5,5 stoðsendingar, 5,6 fráköst og 2,8 stolna bolta að meðaltali.

Karlo er næst stigahæsti leikmaður Hrunamanna í vetur ásamt því að hafa tekið flest fráköst en hann er með 16,3 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik.

Karlo Lebo með Hrunamönnum í vetur.
Fréttir
- Auglýsing -