spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHrunamenn í 1. deildina - KV hætt við

Hrunamenn í 1. deildina – KV hætt við

Hrunamenn munu taka sæti í 1. deild karla á komandi leiktíð. Þetta var tilkynnt á heimasíðu KKÍ fyrr í dag.

KV afþakkaði sæti í 1. deild, en tilkynnt hafði verið fyrir nokkru að liðið hefði samþykkt að taka sæti í 1. deild. Samkvæmt heimildum Körfunnar er liðið hætt við það og leikur áfram í 2. deild.

Mótanefnd bauð þá Hrunamönnum sæti í 1. deild í þeirra stað. Hrunamenn hafa nú þekkst boðið og munu því leika í 10 liða 1. deild karla leiktíðina 2020-2021.

Fréttir
- Auglýsing -