Lokaumferð fyrstu deildar karla fór fram í kvöld með sex leikjum.
Eftir leikina var ljóst að KR vann deildina og fara þeir því beint aftur upp í Subway deildina. Liðin í 2. til 9. sæti fara svo í úrslitakeppni um hitt sætið í Subway deildinni á komandi tímabili.
Neðstir í deildinni urðu Hrunamenn og verða það því þeirra hlutskipti að fara niður um deild í 2. deildina á komandi tímabili, en ekki er ljóst hvaða lið mun koma upp úr 2. deildinni, þar sem aðeins eitt sæti er í boði þar upp í gegnum úrslitakeppni. Í deildarkeppni 2. deildarinnar hafði Vestir þó á dögunum tryggt sér efsta sætið.