Hrunamenn hafa náð samningum við tvo erlenda leikmenn, þá Jasmin Perkovic og Karlo Lebo. Þetta var tilkynnt af umboðsskrifstofu þeirra, Dagger Basket, í dag.
Jasmin þekkja sumir væntanlega, enda spilaði hann fyrir Tindastól á seinasta tímabili. Hann er 39 ára króatískur framherji og skilaði 8,7 stigum, 7,1 fráköstum og 2,0 stoðsendingum að meðaltali í 17 leikjum fyrir Tindastól í fyrra.
Karlo er öllu yngri, 26 ára, og frá Króatíu sömuleiðis. Hann er bakvörður og hefur spilað með nokkrum liðum í efstu deild Króatíu og spilaði fyrir sama lið og Jasmin spilaði í áður en hann kom til Íslands (Skrljevo). Á seinasta ári lauk hann tímabilinu á Ítalíu með Francavilla 1963 sem vann sig upp um deild og þar skoraði hann 16.5 stig að meðaltali í leik.
Hrunamenn eru augljóslega að styrkja fyrir komandi átök í 1. deild karla, en þeir þáðu sæti í deildinni eftir að KV afþakkaði sætið.