spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHrunamenn bæta við sig tveimur leikmönnum

Hrunamenn bæta við sig tveimur leikmönnum

Hrunamenn hafa náð samningum við tvo erlenda leikmenn, þá Jasmin Perkovic og Karlo Lebo. Þetta var tilkynnt af umboðsskrifstofu þeirra, Dagger Basket, í dag.

Jasmin þekkja sumir væntanlega, enda spilaði hann fyrir Tindastól á seinasta tímabili. Hann er 39 ára króatískur framherji og skilaði 8,7 stigum, 7,1 fráköstum og 2,0 stoðsendingum að meðaltali í 17 leikjum fyrir Tindastól í fyrra.

Karlo er öllu yngri, 26 ára, og frá Króatíu sömuleiðis. Hann er bakvörður og hefur spilað með nokkrum liðum í efstu deild Króatíu og spilaði fyrir sama lið og Jasmin spilaði í áður en hann kom til Íslands (Skrljevo). Á seinasta ári lauk hann tímabilinu á Ítalíu með Francavilla 1963 sem vann sig upp um deild og þar skoraði hann 16.5 stig að meðaltali í leik.

Hrunamenn eru augljóslega að styrkja fyrir komandi átök í 1. deild karla, en þeir þáðu sæti í deildinni eftir að KV afþakkaði sætið.

Fréttir
- Auglýsing -