spot_img
HomeFréttirHrunamenn auðveld bráð í Röstinni

Hrunamenn auðveld bráð í Röstinni

 
ÍG og Hrunamenn mættust í 8. liða úrslitum 2. deildar í gær í Röstinni í Grindavík. Hrunamenn skoruðu tvö fyrstu stigin en ÍG skoraði svo næstu 16 og létu forystuna aldrei af hendi eftir það og unnu sannfærandi sigur 103 – 69 eftir að staðan í hálfleik hafi verið 53 – 27. ÍG eru þá komnir í 4. liða úrslit og mæta sigurvegaranum úr leik Reynis og Patreks í kvöld.
Helsta tölfræði leikmanna
 
ÍG: Bergvin Ólafarson 29/16 fráköst. Davíð Arthur Friðriksson 20/7 fráköst/5 stoðsendingar. Helgi Már Helgason 15/9 fráköst/7 stoðsendingar.
 
Hrunamenn: Hjálmur Hjálmsson 24/18 fráköst. Bragi Gunnarsson 17/6 fráköst/6 stoðsendingar. Jón Bjarnason 14
 
Mynd/ Liðsmenn ÍG eru í fantaformi um þessar mundir.
Fréttir
- Auglýsing -