Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í gær þar sem gríðarleg spenna var í öðrum leiknum.
Á Akureyri fóru heimakonur ansi auðveldlega í gegnum Hamar er liðin mættust í gær. Þórsurum gekk illa í fyrri hálfleik að stinga Hamar af en það hafðist í seinni hálfleik og niðurstaðan 91-62 sigur Þórs.
Hin sautján ára Hrefna Ottósdóttir vakti heldur betur athygli í leiknum en hún endaði með 38 stig og bætti við það 11 stoðsendingum og 7 fráköstum. Þar setti hún einnig tíu þriggja stiga körfur í sautján tilraunum. Algjörlega mögnuð frammistaða hjá þessum unga leikmanni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni.
Nánar má lesa um leikinn hér á heimasíðu Þórs
Helstu tilþrif og viðtal við Hrefnu má finna hér að neðan:
Myndband af öllum þristum Hrefnu er svo hér að neðan: