spot_img
HomeFréttirHrafn: Þetta snýst um einbeitingu

Hrafn: Þetta snýst um einbeitingu

 
,,Maður getur best metið karaktera á því hvernig þeir bregðast við þegar ekki gengur vel hjá þeim og mínir leikmenn brugðust rétt við í hálfleik,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir sigur liðsins á Snæfell 68-40 í Iceland Express deild kvenna. 
,,Við höldum Snæfell í 5 stigum í þriðja leikhluta og 7 stigum í þeim fjórða svo vörnin var góð en það sem var að angra okkur var um 17% nýting í skotunum okkar. Einnig vorum við að missa einbeitingu varnarlega, ekki að hjálpa á skrínum og hleypa þeim framhjá okkur en við kipptum vörninni í lag í síðari hálfleik,“ sagði Hrafn og vill hann þá meina að meistaravörn KR sé komin á ról?
 
,,Við vitum hvernig við viljum spila vörn en erum ekki alltaf að gera það þannig að þetta snýst bara um einbeitningu.“
 
Fréttir
- Auglýsing -