spot_img
HomeFréttirHrafn og Rut körfuknattleiksfólk Þórs 2006

Hrafn og Rut körfuknattleiksfólk Þórs 2006

22:08 

{mosimage}

 

 

Val á Íþróttamanni Þórs á Akureyri fyrir keppnisárið 2006 fór fram þann 30. desember síðastliðinn. Knattspyrnumaðurinn Hlynur Birgisson hreppti hnossið en þau Hrafn Jóhannesson og Rut Sigurðardóttir voru útnefnd körfuknattleiksfólk Þórs 2006.

 

Á vefsíðu Þórsara er birt umsögn um Hrafn:

 

Hrafn Jóhannesson er vel að titlinum ,,Körfuknattleiksmaður Þórs 2006” kominn. Færa má fyrir því rök að Hrafn hafi verið jafnbesti leikmaður meistaraflokks karla á árinu og hefur hann samhliða tekið að sér aukið forystuhlutverk í liðinu. Sem dæmi var Hrafn útnefndur varafyrirliði meistaraflokks karla nú á haustdögum.

 

Hrafn er gríðarlegur baráttujaxl sem gefur ekki tommu á eftir, gildir einu hvort um er að ræða leiki eða æfingar. Hann hefur staðið sig með mikilli prýði, innan sem utan vallar, eftir að hann gekk aftur til liðs við Þór sumarið 2004 eftir að hafa leikið með Fjölni úr Grafarvogi í nokkur ár. Fram að því hafði hann leikið um tíma með meistaraflokki Þórs eftir farsælan feril í yngri flokkum Þórs þar sem hann fékk gott uppeldi hjá Ágústi Herberti Guðmundssyni og fleiri góðum mönnum.

 

www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -