Dominos deildir karla og kvenna rúlla af stað í vikunni. Komandi miðvikudag er heil umferð kvennamegin og degi seinna og á föstudag gera karlarnir slíkt hið sama. Árlega gerir Karfan spá fyrir tímabilið, þar sem sérfræðingar héðan og þaðan eru beðnir að gefa sitt álit á hvernig deildin eigi eftir að fara. Þetta er svo tekið saman og úr er smíðuð spá. Þetta árið voru það 25 aðilar sem stóðu að spánni.
Þriðja árið í röð fær podcast Körfunnar Hrafn Kristjánsson til þess að ræða komandi tímabil og segja sína skoðun á afhverju spáin geti verið röng.
Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.
Gestur: Hrafn Kristjánsson
Umsjón: Davíð Eldur & Ólafur Þór
Dagskrá:
Fyrst er farið yfir spáina fyrir Dominos deild kvenna, en svo þá fyrir Dominos deild karla.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá spá þessa árs.
Spá Körfunnar fyrir Dominos deild kvenna 2019/2020
- Valur
- KR
- Keflavík
- Haukar
- Snæfell
- Grindavík
- Breiðablik
- Skallagrímur
Spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla 2019/2020
- KR
- Stjarnan
- Tindastóll
- Grindavík
- Njarðvík
- Valur
- Haukar
- Keflavík
- Þór
- Fjölnir
- ÍR
- Þór Akureyri