spot_img
HomeFréttirHræringar á leikmannamarkaði

Hræringar á leikmannamarkaði

15:38 

{mosimage}

 

 

Rúnar Sævarsson sem leikið hefur með Hamari/Selfoss á þessari leiktíð í Iceland Express deild karla hefur ákveðið að söðla um og leika með Val í 1. deildinni það sem af lifir vetrar. Rúnar lék fimm leiki með H/S í deildinni þetta árið og gerði í þeim 1,2 stig að meðaltali í leik. Rúnar er í miðherjastöðunni og mun aðstoða Valsmenn í teignum. Hann verður löglegur með liðinu fyrir leikinn gegn Stjörnunni þann 9. febrúar næstkomandi.

  

Sverrir Kári Karlsson hefur sótt um félagsskipti úr Stjörnunni í Fjölni og mun freista þess að láta að sér kveða í Iceland Express deildinni. Sverrir hefur leikið 4 deildarleiki með Stjörnunni í 1. deild og hefur gert í þeim 6,8 stig að meðaltali í leik.

 

Mynd: Sverrir til varnar gegn Svavari Birgissyni í leik Stjörnunnar og Tindastóls á síðustu leiktíð í 1. deild.

Fréttir
- Auglýsing -