spot_img
HomeFréttirHouston tók sigur í MSG

Houston tók sigur í MSG

 Houston Rockets komu sáu og sigruðu þegar þeir heimsóttu “stóra eplið” í gærkvöldi. 96:109 varð niðurstaða kvöldsins gestina frá Texas í vil.  Þetta var fyrsta heimsókn Jeremy Lin síðan hann ákvað að söðla yfir til Rockets eftir að hafa slegið í gegn í New York í fyrra.  Lin virðist líða vel í Madison Square Garden því kappinn keyrði sína menn áfram til sigurs með 22 stigum og 8 stoðsendingum.  James Harden skellti svo 28 stigum og tók 10 fráköst. 29 stig komu úr óvæntri átt hjá New York þegar Chris Copeland átti sinn besta leik frá upphafi í NBA.  Knicks léku án Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla. 
 Oklahoma City Thunder halda áfram að góðu skriði og í gærkvöldi sigruðu þeir hið sterka lið San Antonio Spurs. Þetta var 11. sigur liðsins í röð og virðist fátt geta stöðvað þá þessa daganna. Kevin Durant var rólegur þetta kvöldið og setti aðeins 19 stig en kvöldið var eign Sergei Ibaka sem skoraði 25 stig og bónaði spjaldið í leiðinni með 17 fráköstum.  Líkast til einn slakasti leikur Spurs í vetur og fátt um fína drætti hjá þeim þetta kvöldið. Tony Parker þeirra skástur með 14 stig og 7 stoðir. 
 
 
 
 
 
 
Önnur úrslit kvöldsins: 
 
 
FINAL
 
 
7:00 PM ET
MIN
93
ORL
102
29 32 17 15
 
 
 
 
27 22 25 28
93
102
  MIN ORL
P Love 23 Davis 28
R Love 15 Vucevic 11
A Kirilenko 6 Nelson 12
 
Highlights

 
FINAL
 
 
7:30 PM ET
HOU
109
NYK
Fréttir
- Auglýsing -