spot_img
HomeFréttirHouston lagði Lakers

Houston lagði Lakers

 Það er harla fréttnæmt lengur að LA Lakers tapi leik en í nótt hélt þessi forni risi áfram sínu striki þetta tímabilið í NBA deildinni og töpuðu fyrir spræku liði Houston 125:112.  Af skorinu að dæma er óhætt að segja enn og aftur að varnarleikur liðsins er í molum (eins og kannski mátti búast við þegar D´Antoni tók við)  Lakers léku án Gasol og Dwitght Howard þetta kvöldið en báðir voru þeir meiddir. Robert Sacre reyndi að fylla skarð þeirra félaga með nákvæmlega engum árangri.  Kappinn var fíflaður hvað eftir annað allt kvöldið en hinsvegar var kvöldið ekki alslæmt hjá kappanum. Hann verður líkast til prentaður á plakat í morgunsárið þar vestra með mittið á James Harden í andlitinu. 
 
Heimsfriðurinn var stigahæstur að þessu sinni hjá Lakers með 24 stig en Kobe aðeins 20. Hjá Houston var James Harden með 31 stig og 9 stoðir. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -