Höttur tók á móti Haukum í MVA höllinni á Egilsstöðum í kvöld. Liðin voru fyrir leikinn í tveimur neðstu sætunum í deildinni og því um sannkallaðan botnslag að ræða.
Gangur leiksins:
Ljóst var í upphafi að leikurinn var mikilvægur fyrir liðin og hvorugt liðið tilbúið til að talpa þessum. Gestirnir frá Hafnarfirði voru hinsvegar öflugri til að byrja með og náði góðri forystu. Nokkuð skorti uppá einbeingu í liði Hattar sem tapaði óþarfa boltum á þessum tíma. Á sama tíma voru Haukar grimmir og luku fyrsta leikhluta með 14-23 forystu.
Hattar menn voru sannarlega mættir í öðrum leikhluta. Höttur náði 141-1 áhlaupi um miðbik leikhlutans og greip liðið forystuna. Staðan í hálfleik var 50-44 þar sem Michael Mallory var með 15 stig fyrir Hött og Ingvi var öflugur fyrir gestina með 13 stig.
Nokkur pirringur var í leikmönnum í þriðja leikhluta og spennustigið hátt. Körfuboltinn var ekki áferða fallegur og var munurinn svipaður úr leikhlutann.
Upphófust spennandi lokamínútur þar sem stutt var á milli liðanna. Haukar jöfnuðu leikinn með tæpar tvær og hálfa mínutu eftir en lengra komust þeir ekki. Í lokin voru það Hattarmenn sem höfðu betur og litu út fyrir að vera reynlumeira liðið en Haukar töpuðu tveimur klaufalegum boltum í lokin. Lokastaðan 90-84 fyrir Hetti.
Atkvæðamestir:
Micheal Mallory var besti maður vallarins með 24 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Mikið munaði um reynslu Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar í lok leiks en hann var einnig öflugur með 14 stig og 10 stoðsendingar.
Hjá Haukum átti Ingvi Þór Guðmundsson sinn besta leik í Hauka treyjunni er hann endaði með 24 stig og 6 fráköst. Hansel Atencia var stigahæstur með 25 stig.
Hvað næst?
Skollið er á landsleikjahlé og því nokkuð langt í næsta leik. Höttur gengur væntanlega nokkuð sáttur frá borði í kvöld en sigur þýðir að liðið er í 9. sæti deildarinnar
Lánleysi Hauka heldur áfram en liðið hefur einungis unnið einn af síðustu átta leikjum. Fyrir vikið situr liðið eitt á botni deildarinnar með fjögur stig. Liðið á von á styrkingu á næstu dögum og verður að segjast að það er eins gott að sú styrking sé öflug enda staðan á liðinu vægast sagt döpur.