Höttur vann Breiðablik í 2. umferð Subway-deildar karla í gær, fimmtudag, í MVA-höllinni á Egilsstöðum. Höttur byrjaði leikinn betur, og hafði sjö stiga forskot eftir fyrsta fjórðung, 24-17. Blikar sneru taflinu þó við og höfðu eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann, 53-54.
Heimamenn náðu hins vegar að bíta í skjaldarrendur og unnu fjórða leikhlutann með átta stigum, og leikinn þar með sjö stigum, 80-73. Deontaye Buskie og Matej Karlovic voru stigahæstir heimamanna með 16 stig hvor, en Everage Richardson var stigahæstur Blika með 24 stig.