Vestri mætta austur í Hérað í tvo leiki um helgina og mættu með 10 leikmenn. Fyrir leikinn voru Hattar menn í þriðja sæti með 3 sigra og 1 tap og Vestri í því fjórða með 3 sigra og 2 töp.
Fyrsti leikhluti: Leikurinn fór hægt af stað og liðin skiptust á körfum. Fátt markvert sem gerðist fyrr en um miðjan leikhlutan í stöðunni 11-11 að Matic Macek í liði Vestra braut frekar harkalega á Matej í sniðskoti og hlaut óiþróttamannslega villa að launum. Nebosja sá um að draga áfram sóknarleik gestanna og var með 11 stig í fyrsta leikhluta. Staðan eftir hann var 16-22 fyrir Vestra.
Annar leikhluti Í stöðunni 20-26 tekur Viðar leikhlé og les yfir sínum mönnum. Eitthvað hefur verið skerpt á varnarleiknum þvi frá þessum tímapunkti fór vörn Hattar að skila stoppum. Hilmir Hallgrímsson leikmaður Vestra fékk sína 3. villu þegar 6 mínútur voru eftir af leikhlutanum og þurfti Nebosja að koma fljótt aftur inná og leysa hann af eftir að fengið aðeins að hvíla.
Hattarmenn bættu í ákafan í vörninni og náði að stela boltanum nokkrar sóknir í röð í lok fyrri hálfleiks. Hilmir fékk sína fjórðu villu fyrir hálfleik og Hattarmenn náðu í góða forystu. Leikurinn var mjög hægur á þessu tímabili og Vestri komnir með 11 tapaða bolta. Staðan í hálfleik var 42-36 og von á spennandi seinni hálfleik.
Þriðji leikhluti: Nemanja Knezevic tók mikið pláss undir körfunni og náði að sækja heilar 9 villur í leiknum. Dino Stipcic fór mikinn í leikhlutanum og kom Hetti í 11 stiga forystu með þriggja stiga körfu um miðjan leikhlutann.
Nebosja fær svo tæknivillu fyrir að berja til Eysteins leikmanns Hattar og það var komin svona nettur pirringur í mannskapinn. Dómarar leiksins hertu þá tökin og voru fljótir að grípa inní og kæfa allt tuð.
Vestri endaði þriðja leikhlutann á fínum nótum og minnkuðu muninn niður í sex stig, 64-58.
Fjórði leikhluti: Höttur enn skrefinu á undan enn Vestri ennþá inní leiknum. Staðan var 70-62 um miðjan leikhlutann og leikurinn alveg svakalega hægur. Hattarmenn í bílstjóra sætinu enn ná ekki að slíta Vestra frá sér. David Ramos setti svo tvær þriggja stiga körfur undir lok leiksins og bilið milli liðanna orðið of mikið. Lokatölur 84-73 fyrir Hetti.
Eysteinn Bjarni endaði svo leikin á að fá tæknivillu fyrir kjafti og þar með sína fimmtu villu. Mikil pirringur milli Eysteinn og Nemanja.
Kjarninn: Leikurinn var svakalega hægur og þar gæti spilað inní að stutt er í næsta leik og leikmenn því varkárir að keyra sér ekki út strax í “fyrri hálfleik”.
Hattarmenn brautu mikið í fjórða og reyndar leiknum í heild (25 villur á móti 16 villum gestanna) en Vestramenn gátu ekki nýtt sér vítin til að minnka bilið. Sterkur varnarleikur Hattar skilaði sér í því að Vestri tapaði boltanum 21 sinni á móti 14 hjá Hetti.
Sigmar Hákonarson var mættur í búning og lítur vel út að vanda og er vonandi búin að ná sér að fullu af meiðslum eftir að verið frá í byrjun tímabils.
Dómarar leiksins voru þeir Gunnlaugur Briem og Birgir Örn Hjörvarsson og voru þeir með góð tök á leiknum í kvöld.
B-lið /unglingaflokkar þessara liða mætust svo í beinu framhaldi. Úrslit úr þeim leik koma á morgun.
Þessi lið mætast aftur á morgun, laugardag kl 15.
Umfjöllun: Pétur Guðmundsson