spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur með sigur í fjörugum leik

Höttur með sigur í fjörugum leik

Í Hólminum mættust Snæfell og Höttur en liðunum er spáð misjöfnu gengi í deildinni í ár. Það var ágætlega mætt á pallana þó svo að restin af bænum hafi verið að panta pizzu Skúrinn pizza joint, sem opnaði nýlega.

Byrjunarliðin voru svona

Fyrir Snæfell byrjaði Ísak Örn Baldursson, Viktor Brimir Ásmundsson, Dominykas Zupkaukas, Deandre Mason og Darrell Flake.

Fyrir gestina frá Egilsstöðum byrjuðu

Sigmar Hákonarson, Guardia Ramos, Pranas Skurdauskas, Andrée Michelsson og Nökkvi Jarl Óskarsson.

Hólmarar byrjuðu með læti og gáfu ekkert eftir þó svo að Hattarmenn séu með töluvert sterkari hóp á pappírnum góða.

Hitinn

Andreé Michelson leið greinilega vel að koma heim í Hólm, hann skellti í 21 stig á fyrstu 10 mínútunum sínum í leiknum. Netið var gjörsamlega í henglum eftir hann! Hann endaði leikinn með 37 stig 13 af 17 í skotum sem gera 76% nýtingu.

Baráttan

Hólmarar stigu aldeilis á bensíngjöfina í byrjun fjórða leikhluta og var það þristur og frábær barátta Rúnars Þór Ragnarssonar sem byrjaði áhlaupið. Aðrir liðsmenn fylgdu með, það þarf stundum ekki meira til að snúa leiknum sér í vil. Tómas Helgi Baldursson átti einnig góða innkomu og mun viðvera hans hjálpa liðinu. Frábær kafli hjá Snæfell en Viðar Örn þjálfari Hattar fékk nóg og tók leikhlé til að skerpa á hlutunum.

Eitt skot til eða frá

Snæfellingar voru einu skoti frá því að komast í einnar körfu leik en Hattarmenn voru einu skoti frá því að klára leikinn á síðustu andartökum leiksins. Það voru Hattarmenn sem hittu skotinu og fara þeir heim á Egilsstaði með sigur í farteskinu, 70-83.

Niðurstaða

Það sem stóð uppúr fyrir Hólmara var að þeir hættu aldrei og góðum spilköflum fjölgar með hverjum leikhlutanum. Nú þurfa Snæfellingar að halda áfram að bæta sig og sigurinn mun koma fljótlega!

Ég gæti hins vegar trúað því að Viðar Örn og Oddur séu ekki fullkomlega sáttir við leik liðsins þrátt fyrir sigurinn. Þeir eru svo sem að slípa sig saman eins og önnur lið.

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -