Höttur lagði Tindastól í kvöld í 4. umferð Subway deildar karla, 73-69. Eftir leikinn er Höttur með tvo sigra og tvö töp á meðan að Tindastóll hefur unnið einn leik og tapað þremur það sem af er móti.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins spennandi allt til loka. Tindastóll var skrefinu á undan eftir fyrsta leikhluta, 15-17. Þegar í hálfleik var komið höfðu heimamenn snúið taflinu sér í vil og leiddu með minnsta mun mögulegum, 35-34.
Leikurinn er áfram í gífurlegu jafnvægi í byrjun seinni hálfleiksins, en Stólarnir ná aftur yfirhöndinni fyrir þann fjórða, 49-52. Með góðum 24-17 lokaleikhluta ná heimamenn þó að lokum að sigla gífurlega sterkum 4 stiga sigur í höfn, 73-69.
Atkvæðamestur heimamanna í kvöld var Nemanja Knezevic með 14 stig og 10 fráköst. Fyrir Tindastól var það Taiwo Badmus sem dró vagninn með 21 stigi og 6 fráköstum.