Höttur lagði Keflavík á Egilsstöðum í kvöld í 6. umferð Subway deildar karla, 83-75.
Eftir leikinn er Höttur með fjóra sigra og tvö töp á meðan að Keflavík hefur unnið þrjá og tapað þremur.
Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Nemanja Knezevic með 14 stig, 18 fráköst og Deontaye Buskey bætti við 21 stigi, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Fyrir gestina úr Keflavík var það Sigurður Pétursson sem dró vagninn með 24 stigum og 7 fráköstum. Þá bætti Halldór Garðar Hermannsson við 16 stigum og 7 stoðsendingum.
Bæði lið eiga leik næst komandi föstudag 17. nóvember, en þá fær Keflavík nýliða Álftaness í heimsókn og Höttur mætir Val í Origo höllinni.