Fyrsta deild karla rúllaði af stað í kvöld með einum leik.
Höttur lagði Hrunamenn á Egilstöðum í opnunarleik mótsins, 120-63.
Atkvæðamestur fyrir Hött í leiknum var Timothy Guers með 24 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti David Guardia Ramos við 26 stigum og 6 stoðsendingum.
Fyrir gestina frá Flúðum var Karlo Lebo með 21 stig og 8 fráköst og þá skilaði Eyþór Orri Árnason 9 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum.