spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur hafði Skallagrím á lokamínútunum

Höttur hafði Skallagrím á lokamínútunum

Það var fín mæting þetta mánudagskvöldið á pallana í VHE höllinni þegar Höttur tók á móti Skallagrím. Skallgrímsmenn voru grjótharðir og keyrðu í leikinn á einkabílum.

Fyrir leikinn var Höttur í 2. sætinu á meðan Skallagrímsmenn hafa verið í neðri hluta deildarinnar.

  1. leikhluti 0-0

Leikurinn fór rólega af stað og Höttur var með undirtökin til að byrja með.Skallinn byrjaði ekki nógu öruggt á boltanum. Um miðjan leikhlutann var staðan 13-3. Þá tók Skallagrímur leikhlé. Það virtist skila sér inná völlinn og náðu þeir að laga stöðuna í 16-10. Skallarnir leituðu mikið inná Kenneth Mitchell Simms þarna í upphafi og var hann duglegur i teignum. Hann endaði svo leikhlutann á að setja flautuþrist. Viðar alls ekki ánægður með vörn sinna manna á þeim tímapunkti.

2. leikhluti 27-24


Höttur náði að vera skrefinu á undan fram í miðjan leikhlutann, eða fram að “flata kaflanunum” þegar þeir náðu ekki að gera stig í 4 mínutur. Skallagrímsmenn gengu á lagið og röðuðu niður þristunum og breyttu stöðunni úr 40- 35 í 40-47. Þá var Viðar búin að sjá nóg og tók leikhlé.
Hattar menn náðu aðeins að laga stöðuna undir lok hálfleiksins.

3. leikhluti 46-47

Skallagrímur byrjaði leikhlutan af krafti og reyndu að keyra upp hraðann. Hjalti fékk sína 4. villu þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þegar fimm mínútur voru eftir setur Kristófer þrist og kemur stöðunni í 51-57 fyrir Skallagrím. Simms, sem hafði verið góður fram að þessu, fékk svo sína 4. villu þegar rúmar 2 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og þurfti að setjast á bekkinn. Hattarmenn voru þá duglegir að sækja inní teig og virtust ætla að ganga á lagið. Skallagrímur var samt áfram skrefinu á undan og þar er það þriggja stiga nýtingin sem skipti mestu máli, en fram að þessu höfðu þeir verið 13 af 19 úr djúpinu í leiknum.

4.leikhluti 65-69

Áfram var það Skallinn sem hélt frumkvæðinu og nú voru lykilmenn hjá Hetti að koma sér í villuvandræði. Vörnin hjá Hetti fór að skila stoppum og þristunum hætti að rigna ofaní hjá Skallagrím. Hattarmenn komust svo loks yfir þegar Matej setti risa þrist í stöðunni í 88-86, þá um mínúta eftir af leiknum. Matej var svo aftur á ferðinni í næstu sókn og kom stöðunni í 90-86. Undir lokin var svo mikill hamagangur þar sem að Skallagrímur reyndu hvað þeir gátu til að komast aftur yfir. Allt kom þó fyrir ekki og Höttur sigraði, 92-89

Kjarninn

Reynsla erlendra leikmanna Hattar dugði til að klára leikinn á síðustu mínutum gegn ungum Skallagrímsmönnum. Mátti þó alls ekki miklu muna lokin. Hrós dagsins fá bílstjórar Skallagríms. Fyrir að skutlast með liðið á Egilsstaði í dag, vera manna háværastir í stúkunni og koma þeim svo til baka í nótt.

Dómarar leiksins voru þeir Aron Rúnarsson og Helgi Jónsson, sem voru flottir í kvöld.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson

Upptaka:

Fréttir
- Auglýsing -