spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur aftur upp í Subway deildina eftir stórsigur gegn Álftanesi

Höttur aftur upp í Subway deildina eftir stórsigur gegn Álftanesi

Höttur tryggði sér í kvöld sæti í Subway deildinni á komandi leiktíð með sigri á Álftanesi í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í fyrstu deild karla, 99-70. Fyrstu tvo leiki einvígis liðanna vann Höttur. Þann fyrsta með 5 stigum á Egilsstöðum og annan leikinn á Álftanesi með 9 stigum, en sigra þurfti þrjá til þess að tryggja sig upp um deild.

Gangur leiks

Heimamenn í Hetti byrjuðu leik kvöldsins mun betur. Leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 23-12. Undir lok fyrri hálfleiksins ná þeir svo að bæta eilítið við forystu sína og fara með 14 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 42-28.

Álftanes nær aðeins að spyrna við í upphafi seinni hálfleiksins. Minnka muninn niður í 10 stig í þriðja leikhlutanum, en staðan fyrir þann fjórða er 63-53. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn svo öll völd á vellinum. Vinna fjórðunginn með 19 stigum og sigla að lokum mjög svo öruggum 29 stiga sigur í höfn.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur fyrir Hött í leiknum var Timothy Guers með 18 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Honum næstur var David Guardia Ramos með 21 stig og 4 fráköst.

Fyrir Álftanes var Cedrick Taylor Bowen með 21 stig og 4 fráköst. Þá bætti Dino Stipcic við 13 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle

Fréttir
- Auglýsing -