spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur áfram í efsta sæti eftir sigur gegn Selfossi

Höttur áfram í efsta sæti eftir sigur gegn Selfossi

Höttur tók á móti Selfoss í VHE Höllinni í kvöld. Fyrir leikinn voru Hattar menn á toppi deildarinnar með 11 sigra og 2 töp meðan Selfyssingars sátu í 6 sæti með 4 sigra og 7 töp.

Fyrir leikin voru Hattarmenn búnir að spila ein leik eftir áramót en meira enn mánuður síðan Selfoss spilaði keppnisleik.

Fyrsti leikhluti
Leikurinn byrjað nokkuð jafn og liðin skiptust á körfum. Um miðjan leikhlutan fóru Hattarmenn að slíta sig frá aðkomuliðinu. Staðan 22 -11 og komnar 11 villur.

Annar leikhluti
Höttur hélt áfram að auka muninn og nettur pirringur var í Selfyssingum.
Staðan 30-17 um miðjan leikhlutann, Selfyssingar að skapa fín færi en skotnýtingin ekki nógu góð. Brynjar Grétars kominn með fjóra þrista í fyrri halfleik. Selfyssingar að skapa fín skotfæri, en nýting ekki góð

Hálfleikur 46-25

Þriðji leikhluti

Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri. Hattarmenn með góð tök á leiknum og Selfyssingar virtust hreinlega ekki hafa trú á verkefninu þennan dagin. Leiðinda atvik átti sér stað í 3. leikhluta þegar Svavar Ingi virtist kýla David Ramos niður. Dómarar leiksins kíktu á myndband og uppskar Svavar U-villu fyrir, þó brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og sýndist i fyrstu. Viðar þjálfari var líka verðlaunaður með tæknivillu fyrir að deila sinni skoðun á atvikinu.

Fjórði leikhluti

Minni spámenn fengu svo að reyna sig undir restina hja Hetti og stóðu sig mjög vel.

Lokatölur 85-64

Tölfræði leiksins

Leikurinn í heild

Leikurinn var kannski ekki sá mest spennandi en fínasta skemmtun og gaman að fylgjast með mönnum keppast við að toppa hvorn annan í troðslum.

Munurinn á liðunum í kvöld var helst þriggjastiganýtingin.
Höttur 13/37 35%
Selfoss 4/19 21%

Lykilmenn
Marcus var illviðráðanlegur undir körfunni í sókninni hja Hetti og endaði með 22 stig og fiskaði 7 villur.

Hjá Selfossi var það Christian Cunningham sem var öflugastur með 26 stig 15 fráköst.

Dómarar leiksins voru Aðalsteinn Hrafnkelsson og Birgir Örn Hjörvarsson og áttu þeir fínan leik í dag

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -