spot_img
HomeFréttirHorsens og Aabyhöj töpuðu um helgina

Horsens og Aabyhöj töpuðu um helgina

Íslendingaliðin Horsens IC og Aabyhöj í dönsku úrvalsdeildinni máttu bæði sætta sig við ósigur um helgina. Horsens lá á útivelli gegn Falcon en Aabyhöj tapaði heima gegn toppliði Svendborg Rabbits. Þá fengu Axel Kárason og félagar í Værlöse skell á útivelli.
Falcon – Horsens IC
 
Sigurður Einarsson og félagar hans í Horsens IC áttu úti leik gegn Falcon á laugardaginn. Drengirnir frá Horsens eltu Falcon allan leikinn og í hálfleik var staðan 46-38. Í seinni hálfleik héldu gestirnir áfram að elta og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Nóg var að gera hjá ritaraborðinu að fylgjast með öllum þeim skiptingum og leikhléum sem beðið var um. En bæði liðin spiluðu með handboltaskiptingar síðustu mínútur leiksins það sem frákastaleikmennirnir skiptu við vítaskytturnar. Falcon setti öll sín víti ofaní á lokamínútum og þrátt fyrir mikla baráttu frá Will Harris að þá sigruðu Falcon 89-83.
 
Stigahæstu menn Falcon voru Julian McFarlane og Henrik Thomsen báðir með 17 stig. Hjá Horsens voru stigahæstir Will Harris með 25 stig og Mike St. John með 18 stig. Sigurður Einarsson spilaði 12 mínútur og var með 2 stig og 2 fráköst.
 
Aabyhöj – Svendborg Rabbits
 
Aabyhöj tóku á móti kanínunum frá suður Fjóni á laugardaginn, en kanínurnar voru ósigraðar fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar. Aabyhöj byrja leikinn mjög vel gegn Svendborg en náðu samt aldrei góðri forystu í fyrri hálfleik. Rasmus Söby setti hverja 3 stiga körfuna ofaní á fætur annarri og D’Mario Curry átti nokkur góð tilþrif þar á meðal góða troðslu í umferðarteppu yfir hálft liðið frá Svendborg. Þegar flautað var til hálfleiks leiddu Aabyhöj 36-34.
 
Craig Pedersen hefur greinilega messað vel yfir kanínunum í hálfleik því að það var eins og annað lið hafi stigið inná völlinn. Svendborg lokuðu gjörsamlega vörninni og Aabyhöj áttu erfitt með að koma af skoti á meðan að Svendborg hlupu yfir og hittu úr öllum sínum skotum. Aabyhöj liðið réð ekki við neitt og 3 leikhluti fór 9-25 fyrir gestina. Svo virtist sem að Aabyhöj væru alveg búnir að gefast upp. Í 4 leikhluta slaknar aðeins á vörn gestana en þeir leiða leikinn áfram og leikurinn endar með sigri Svendborg Rabbits 62-86 en þeir eru ennþá í efsta sæti með 12 sigra og ekkert tap.
 
Stigahæstir hjá Aabyhöj voru Rasmus Söby með 18 stig og D’Mario Curry með 15 stig. Ólafur Jónas Sigurðsson var með 3 stig á 23 mínútum og Guðni Heiðar Valentínusson spilaði 7 mínútur en komst ekki á blað.
Hjá Svendborg voru stigahæstir Matthew Kingsley með 21 stig og Chanan Colman með 19 stig. Adama Darboe sem spilaði með Grindavík hér um árið átti ágætis leik fyrir Svendborg og skoraði 6 stig og tók 4 fráköst.
 
SISU-Værlöse
Lokatölur 83-52 SISU í vil. Axel var sem fyrr í byrjunarliði Værlöse og skoraði 10 stig í leiknum á tæpum 30 mínútum. Hann var einnig með 1 frákast og 1 stoðsendingu. Eftir leikinn í gær er Værlöse í 7. sæti deildarinnar með 8 stig, 4 sigra og 8 tapleiki.
 
Mynd/ Sigurður Þór Einarsson og Horsens IC töpuðu naumlega á útivelli um helgina.
 
Sveinn Pálmar Einarsson skrifar frá Danmörku
 
  
Fréttir
- Auglýsing -