Hörður með 3 stig í öruggum sigri Nymbruk - Karfan
spot_img
HomeFréttirHörður með 3 stig í öruggum sigri Nymbruk

Hörður með 3 stig í öruggum sigri Nymbruk

Hörður Axel Vilhjálmsson gerði þrjú stig í kvöld þegar Nymbruk hóf leik í FIBA Europe Cup. Nymbruk gerði þá góða ferð á útivöll með 56-70 sigri á Tafjun frá Slóveníu.

Hörður var ekki í byrjunarliðinu en lék í tæpar 20 mínútur, skoraði 3 stig með 1-5 í þristum og tvö fráköst. 

Þá voru Israel Martin og félagar í Bakken Bears einnig að keppa í FIBA Europe Cup í kvöld og unnu þá stóran 96-60 sigur á Hibernia en Bakken Bears taka vart feilspor um þessar mundir. 

Sigmundur Már Herbertsson FIBA dómari var svo í Frakklandi í kvöld að dæma þegar Bourges Basket lagði AGU Spor 63-57 í framlengdum leik í Euroleague kvenna. 

Mynd/ Hörður Axel stendur í ströngu með Nymbruk þessi dægrin en liðið tekur þátt í þremur keppnum.

Fréttir
- Auglýsing -