Keflavík lagði Þór Akureyri í kvöld í 12. umferð Dominos deildar karla, 102-69. Keflavík eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Þór Akureyri eru í 11. sætinu með 6 stig.
Karfan spjallaði við Hörð Axel Vilhjálmsson, leikmann Keflavíkur, eftir leik í Blue Höllinni. Hörður átti fínan leik fyrir Keflavík í kvöld, á aðeins rúmum 25 mínútum spiluðum skilaði hann 19 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum.