spot_img
HomeFréttirHörður Axel til Ítalíu

Hörður Axel til Ítalíu

 

Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflvíkinga var varla búin að þerra af sér svitann frá leiknum í gær gegn KR fyrr en sími hans hringdi og umboðsmaðurinn á línunni.  "Hann hringdi seint í gærkvöldi eftir leik og sagði mér að þetta væri í boði að fara til Ítalíu til liðs Bondi Ferrara og klára með þeim tímabilið. Þetta eru tveir leikir með þeim og svo bara búið.  Við ákváðum að stökkva á þetta þannig að ég er hérna uppfrá uppí flugstöð bara á leiðinni út." sagði Hörður í samtali við Karfan.is

 

 Ferrara liðið er í næst efsti deild á ítalíu og lítur út fyrir að sigla nokkuð lignan sjó þar, eru í 12 sæti deildarinnar og sem fyrr segir aðeins tveir leikir eftir. Að öllum líkindum er þetta snarpa tækifæri Harðar að gerast vegna þess að skotbakvörður þeirra Terrence Roderick tjáði stjórnarmönnum liðsins að hann óskaði eftir því að yfirgefa liðið og samkvæmt heimasíðu liðsins virðist það ekki hafa runnið vel niður hjá stjórnarmönnum liðsins. 

 

Hörður átti skínandi góða úrslitakeppni með Keflavík sem var hársbreidd frá því að tryggja sig í oddaleik gegn KR.

Fréttir
- Auglýsing -