spot_img
HomeFréttirHörður Axel: Þurfum smá púst

Hörður Axel: Þurfum smá púst

18:45 

{mosimage}

 

 

Hörður Axel Vilhjálmsson hélt í sumar út í atvinnumennskuna og komst hann að hjá Gran Canaria á Spáni þrátt fyrir ungan aldur. Hörður ákvað núna á miðju tímabili að koma aftur til Íslands og hefur þegar hafið leik með sínu gamla félagi, Fjölni. Hörður varð þó að láta í minni pokann í leik gegn Tindastól en hann gerði 22 stig í leiknum. Karfan.is hafði tal af Herði sem segir Fjölnisliðið þurfa á smá pústi að halda.

 

Hvernig fannst þér að koma aftur inn í IE deildina og leika þinn fyrsta leik?

Það var fínt þótt maður hafi átt alveg afleitan leik. En þá er allavega leiðin bara upp á við.

 

Finnst þér deildin hafa breyst mikið frá síðustu leiktíð?

Ég er nú búinn að sjá svo lítið af henni að ég get varla dæmt um það. En ég held að það séu fleiri sterk lið núna heldur en í fyrra. Stærri nöfn líka, Hlynur bærings náttúrulega kominn aftur. Öðruvísi kanar en áður hafa verið.

 

Hvað þarft til hjá Fjölnisliðinu til að komast upp úr botni deildarinnar?

Það er ekki mikið. Við þurfum bara smá púst þá förum við að vinna flesta leiki. Þurfum að spila betur saman og tek ég það 100% á mig eftir leikinn gegn Tindastól.

 

Hvernig líst þér á síðari hluta deildarinnar?

Þetta verður ekki verr en þetta hjá okkur. Jújú mér líst vel á þetta. Tökum á hinum liðunum þá koma stigin fljótandi inn. Kemur einn sigurleikur þá erum við komnir í gang.

 

Næsti leikur Fjölnismanna er gegn Grindavík þann 5. janúar næstkomandi.

 

Mynd: Jóel Þór Árnason

Fréttir
- Auglýsing -