spot_img
HomeFréttirHörður Axel semur við Keflavík til fjögurra ára

Hörður Axel semur við Keflavík til fjögurra ára

 

Keflvíkingar hafa svo sannarlega landað einum stórum því í dag samdi Hörður Axel Vilhjálmsson til fjögurra ára við Keflvíkinga nú í kvöld.  Hörður hefur verið í atvinnumennsku síðustu árin á hinum ýmsu stöðum en hefur ákveðið nú að koma "heim" og láta slag standa í Dominosdeildinni. Sem fyrr segir þarf varla að fara yfir það hversu mikill liðsstyrkur fellst í þessari undirskrift Harðar fyrir þá Keflvíkinga en kappinn hafði látið það í ljós að ef hann yrði á íslandi myndi hann einungis tala við Keflvíkinga.  Klásúla er í samning hans að ef ákjósanlegt tilboð frá erlendu liði berst fyrir 1. október, þá mun körfuknattleiksdeild Keflavíkur ekki standa í vegi fyrir því.

 

Hörður Axel er öllum hnútum kunnugur hjá Keflavík, en hann gekk til liðs við félagið 2008 og átti þar góðan feril þar til hann hélt erlendis í atvinnumennsku árið 2011, en þá gekk hann til liðs við þýska félagið Mitteldeutscher. Hörður Axel hefur frá því leikið með spænska félaginu Valladolid, gríska félaginu Aries Trikala og tékkneska félaginu ?EZ Basketball Nymburk.

Fréttir
- Auglýsing -