spot_img
HomeFréttirHörður A Vilhjálmsson 1 á 1

Hörður A Vilhjálmsson 1 á 1

dFullt nafn: Hörður Axel Vilhjálmsson
Aldur: 17
Félag: Gran Canaria
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Happatala: 1

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Byrjaði í Minibolta hjá Ragga Torfa í Fjölni, þegar ég var níu ára.

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Hjalti bróðir og Brenton Birmingham

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá
upphafi?

Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir myndi ég segja.

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Brenton Birmingham þegar hann spilaði sem ameríkani.

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Haukur Pálsson, Fjölni

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Hjalti, en fyrsti sem þjálfaði lið sem ég spilaði fyrir var Ragnar Torfason.

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Benni og Ingi Þór (Bendikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinarsson)

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Tony Parker

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Jordan

Sætasti sigurinn á ferlinum?
Verður maður ekki að nefna Frakka leikinn í sumar.

Sárasti ósigurinn?
Of margir til ad fara að telja upp einn.

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Hef gaman af handbolta

Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Fjölni

Uppáhalds:

kvikmynd: Face off.
leikari: Nicholas Cage
leikkona: Eva langoria
bók: tja, ég les ekki margar bækur fyrir utan skóla, danske mange ting kennslubok í dönsku kannski.
matur: hamborgarahryggurinn heima á jólunum.
matsölustaður: American Style
lag: Last kiss með Pearl Jam
hljómsveit: Metallica
staður á Íslandi: heima er best
staður erlendis: Bratislava í Slóvakiu án efa.
lið í NBA: San antonio
lið í enska boltanum: Arsenal

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Ég er með alltof mikið af hjátrúum. t.d. seinasta vetur hlustaði ég alltaf
á sömu tónlistina og horfði á sama Jordan myndbandið fyrir hvern leik,
borða appelsínu klukkutíma fyrir leik inn i klefa, ásamt mörgu öðru.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?

Tapleikjum

Furðulegasti liðsfélaginn?
Sá furðulegasti sem ég hef nokkurn tímann spilað með heitir Brynjar
Kristófersson

Eftirminnilegasta karfan sem þú hefur gert á ferlinum?
Þegar ég tróð í fyrsta skipti med mfl. á móti Þór Akureyri í bikarnum.

Besti dómarinn í IE-deildinni?
Jón Guðmundsson

Mynd: Gunnar Freyr Steinsson – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -