Í hádeginu í dag, 28.mars stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni sem lauk nýverið.
Hérna má sjá hver hlutu verðlaun
Karfan spjallaði við besta leikmann Bónus deildar karla Ægir Þór Steinarsson úr Stjörnunni eftir að hann fékk viðurkenningu sína. Ægir Þór verið gjörsamlega frábær fyrir Stjörnuna í vetur, sem fara nú inn í úrslitakeppni deildarinnar eftir að hafa endað í 2. sæti Bónus deildar karla og komist alla leið í undanúrslit VÍS bikarkeppninnar.
Mynd / KKÍ