Íslenska karlalandsliðið leikur gegn Bosníu og Bretlandi í sumar í undankeppni Evrópumóts landsliða 2015. 30 manna hópur íslenska liðsins var kynntur fyrr í dag.
Hópar andstæðinganna hafa einnig verið kynntir og þar má finna nokkuð sterka leikmenn. Hjá Bretum ber sennilegast nafn Luol Deng hæst en Deng hefur gert gott mót í NBA deildinni, nú með Cleveland og áður með Chicago Bulls. Joel Freeland leikmaður Portland Trailblazers er einnig í hóp Breta en hvorugur þeirra var með síðasta haust. Bretar kláruðu þá riðilinn með tveimur sigrum og þremur töpum og komust ekki áfram.
Alls eru 22 leikmenn á lista Breta og þar af eru 11 leikmenn sem voru í liðinu á Evrópumótinu árið 2013. Fyrirliðarnir Drew Sullivan og Kieron Achara ásamt Daniel Clark og Devon Van Oostrum eru meðal leikmanna á lista Breta og svo má sjá þarna nafn Byron Mullens sem spilar fyrir Philadelphia 76‘ers. Þar skilaði hann 4.2 stigum og 2 fráköstum að meðaltali í leik.
Leikmannahópur Breta lítur annars svona út: Kieron Achara, Ogo Adegboye, Eric Boateng, Matthew Bryan-Amaning, Daniel Clark, Luol Deng, Ali Fraser, Joel Freeland, Paul Guede, Ashley Hamilton, Myles Hesson, Kyle Johnson, James Jones, Ben Mockford, Byron Mullens, Gareth Murray, Luke Nelson, Teddy Okereafor, Justin Robinson, Ovie Soko, Drew Sullivan, Devon Van Oostrum.
Stærsta vandamál Dusko Ivanovic, þjálfara Bosníu, er hvort hann geti teflt fram bakverðinum Nihad Djedovic, leikmanni FC Bayern Munich, í undankeppninni. Djedovic meiddist á hendi í leik með Bayern sem leiddi til þess að hann þurfti á aðgerð að halda og er hann enn að ganga í gegn um endurhæfingu.
Að öðru leiti er hópur Bosníu klár í slaginn þó svo að þeirra stærsta stjarna, Mirza Teletovic, geti ekki komið til móts við hópinn fyrr en 15 júlí. Teletovic er leikmaður Brooklyn Nets og spannar tryggingin hans aðeins 45 daga sem frestar komu hans inn í hópinn. Hann þykir þó fullur eftirvæntingar og kveðst vera duglegur að æfa sjálfur til að vera ekki á eftir liðsfélögum sínum.
Inn í hópinn kemur svo Jusuf Nurkic, sem valinn var af Chicago Bulls í nýliðavalinu nú fyrir stuttu en var svo skipt snögglega til Denver Nuggets, sem talinn er næsta vonarstjarna Bosníu manna. Þessi ungi miðherji klárar verkefni Bosníumanna í Evrópukeppni U-20 sem rúllar frá 10.-20. júlí.
Fyrir utan þessa sem taldir hafa verið upp hér að ofan lítur hópur Bosníumanna annars svona út: Nemanja Gordic, DJ Cooper, Drasko Knezevic, Marko Sutalo, Dalibor Persic, Nemanja Mitrovi?, Nikola Gaji?, Marko Josilo, Miroslav Todic, Miralem Halilovic, Elmedin Kikanovi?, Andrija Stipanovi? and Drasko Albijani?
Það er því allmiklar líkur á því að við fáum að sjá einhverjar NBA hetjur í bland við topp spilara úr Evrópudeildunum í ágúst en fyrsti heimaleikur íslenska liðsins verður þann 10. ágúst í Höllinni þegar Bretar mæta í hús og Bosníumenn leika svo þann 27. ágúst. Í millitíðinni leikum við útileiki gegn sömu þjóðum.
Mynd: Loul Deng er í hópi breska liðsins