Friðrik Heiðar Vignisson hefur samið við Sindra fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.
Friðrik er 21 árs framherji sem að upplagi er frá Hólmavík og úr Vestra en kemur til Sindra frá Hrunamönnum í fyrstu deildinni. Þar skilaði hann 7 stigum, 3 fráköstum og stolnum bolta á síðustu leiktíð. Hjá Sindra hittir hann fyrir fyrrum þjálfara sinn hjá Vestra Nebo Knezevic sem tók við liðinu á dögunum, en Friðrik lék fyrir meistaraflokk Vestra frá 2019 til 2022. Þá var Friðrik einnig hluti af yngri landliðum Íslands á sínum tíma ásamt því að vera fyrirliði rafíþróttaliðs Íslands sem tók þátt í FIBA Esport Open III í NBA2K árið 2021.