KR-ingar komu austur fyrir fjall með lélegt „fóður“ úr síðasta leik gegn Snæfell en mætti halda að þeir væru vel stemmdir og vildu sýna sér og öðrum dug sinn í þessum leik. Hamar hafði aftur á móti engu að tapa og eflaust meta þeir 1.deildina meira en sýndu engu að síður sínar sparihliðar í kvöld og unnu KR með 83 stigum gegn 80.
Brynjar Þór, Keagan, Jón Orri, Finnur Atli og Danero voru í byrjunarliði gestanna en hjá Hamri byrjuðu Lewis, Bjartmar, Hjalti Valur, Örn og Ragnar. KR byrjaði strax með körfu og svo 4-4 þegar Raggi tróð og kveikti aðeins í heimamönnum en vesturbæingar létu ekki slá sig út af laginu og leiddu 20-25 eftir fyrsta leikhluta og náðu svo mest 7 stiga forustu í 2.leikhluta (26-33) eftir góða þrist frá Martin. Þá var komið að kafla Lewis hjá heimamönnum sem setti 11 af 13 næstu stigum og þau voru öll Hamars, staðan orðin 39-33 fyrir heimamenn þegar Brynjar setti loksins 3ja stiga skot fyrir svart-hvíta. KR-ingum gékk illa að sækja inn í teig gegn svæðisvörn Hamars og treystu á opna þrista sem voru ekki allir að detta en hjá Hamri var Ragnar öflugur í fráköstum og lokaði sjálfur 2. leikhluta með lay-up og staðan 50-43 í hálfleik.
Eftir hlé þéttu KR vörnina og erfiðara var að sækja inn í teigin en hjá Hamri sáust aðeins tapaðir boltar eftir hlé sem gestirnir nýttu sér yfirleitt án umhugsunar og náðu að minnka muninn niður í 59-57 þegar 2 mínútur lifðu af 3ja leikhluta en Hamar endaði sterkt og setti 9 stig á móti 2 vítum KR og staðan 68-59 fyrir lokaátökin.
Síðasti leikhluti var jafn og spennandi þar sem KR komst yfir 77-80 með þristum frá Bryjari og Helga og einungis 1,18 lifðu leiks. Örn sótti að harðfylgi 2 stig fyrir Hamar og KR tapaði boltanum í næstu sókn. Ekki var Örn að bíða með hlutina og setti þrist í kjölfarið og KR tók leikhlé þegar 18 sek voru eftir. Ekki vildi betur til en svo að Bjartmar stal boltanum af KR og fékk tvö víti, setti annað og KR aftur með leikhlé þegar 8 sek. voru eftir. Staðan 83-80 og KR spilaði upp á 3ja stiga skot sem þeir og fengu 2 af á síðustu sekundunum en svo bregðast krosstré sem önnur og Hamar fagnaði ærlega í lokin.
Stigahæstir hjá KR voru Brynjar 14 stig, Finnur og Matin 12 og Kristófer 11 stig og aðrir minna. Athygli vakti að Keagan spilaði nánast ekkert í síðari hálfleik og skoraði aðeins 2 stig.
Hjá heimamönnum var Lewis með 32 stig, Örn 13 stig og Raggi 11/10 fráköst en aðrir minna.
Mynd/ Úr safni: Tomasz – Lárus Jónsson þjálfari Hamars stýrði sínum mönnum til sigurs gegn KR í kvöld.
Umfjöllun/ Anton Tómasson