Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson (Hjaltalín, Gus Gus) ræðir við hljóðvarpið Talk The Line um körfuboltaáhuga sinn, en Högni lék með Val í 1. deild 2016.
Högni ræðir fagurfræði körfuboltans sem hann segir vera mikla. Hann lýsir með tilþrifum mýkt hreyfinga körfuboltamanna sem hann líkir við hreyfingar dansara.
Hljóðvarpið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að neðan en það hefst á spjalli þeirra um körfuboltann.
Högni mun koma frá á Iceland Airwaves hátíðinni sem hefst á miðvikudaginn. Þar mun hann kynna nýja plötu sína Two Trains.