Skallagrímur og Fjölnir munu koma til með að berjast um síðasta sætið í Dominosdeildinni að ári. Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms sagði það ótækt að Skallagrímur væri ekki í Dominosdeildinni og hann langaði að laga það sem fyrst. "Við þurfum að spila hörku vörn og vera a tánum gegn þeim þar sem þeir eru með hörku lið. Við þurfum að passa körfuna okkar sérstaklega vel þar sem þeir spila hraðan bolta." sagði Finnur í samtali við Karfan.is
Skallagrímsmenn eru að koma af 5 leikja seríu gegn Val og ljóst að það hafi tekið toll af liðinu fyrir komandi átök. "Undirbúningur hefur svo sem ekki verið langur þar sem við erum ný komnir úr langri seríu gegn Val en við erum vissulega búnir að spila við Fjölni þrisvar i vetur og vitum svona nokkur veginn út í hvað við erum að fara. En við erum brattir og erum staðráðnir i að gera okkar allra besta og hafa gaman af þvi og sja hverju það skilar okkur." sagði Finnur að lokum