spot_img
HomeFréttirHöfum hóflegar væntingar

Höfum hóflegar væntingar

Karfan.is hefur kynningu liða Domino's deildar kvenna á liði nýliða Stjörnunnar sem komu upp í úrvalsdeild eftir sigur á Njarðvík í lok síðustu leiktíðar. Baldur Ingi Jónasson, þjálfari liðsins segist hafa hóflegar væntingar til tímabilsins en telur það muni eiga í fullu tré við sterkustu lið deildarinnar þegar hún hefst.

 

Leikmannahópur liðsins (komnir/farnir) 

Hópurinn í dag:
Bára Fanney Hálfdánardóttir
Bryndís Hanna Hreinsdóttir
Chelsie Schweers (Ný)
Erla Dís Þórsdóttir
Eva María Emilsdóttir
Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir
Guðrún Ósk Guðmundsdóttir
Hafrún Hálfdánardóttir (Ný)
Heiðrún Ösp Hauksdóttir
Helena Mikaelsdóttir
Kristbjörg Pálsdóttir (Ný)
Kristín Fjóla Reynisdóttir
Margrét Kara Sturludóttir (Ný)
María Björk Ásgeirsdóttir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir (Ný)
Sigríður Antonsdóttir  
Telma Björk Fjalarsdóttir (Ný)

Farnar: 
Birta Björk Árnadóttir
Gabríela Hauksdóttir
Harpa Guðjónsdóttir
Helga Þorvaldsdóttir
Margrét Albertsdóttir
Sara Diljá Sigurðardóttir

 

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið? 
Undirbúningur hefur gengið nokkuð vel. Við æfðum í júní, tókum frí í júlí og byrjuðum svo aftur af krafti í ágúst.  Eitthvað hefur verið um meiðsli en það er eins og gengur og gerist hjá öllum liðum.  Mun betur hefur gengið að manna æfingar sl. mánuð en ég tel okkur þó ekki alveg komin á þann stað sem við viljum vera, miðað við árstíma.  Við stefnum þó auðvitað á að vera klárar í slaginn frá fyrsta leik.  

 

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess? 
Komandi tímabil verður afar spennandi og án efa gaman að sjá hvernig deildin þróast.  Við höfum hóflegar væntingar en teljum okkur þó eiga góða möguleika gegn bestu liðunum enda fengið góðan liðsstyrk.  Við höfum fengið inn 6 nýja leikmenn en þrír þeirra eru að koma inn eftir 2-3 ára pásu.  Þeir hafa hinsvegar sýnt að ástríðan og leikgleðin er enn til staðar.  Fyrir var góður kjarni leikmanna sem vann sig upp úr 1. deildinni og því lítum við björtum augum á tímabilið. 

 

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Ég myndi telja Hauka vera með sterkasta liðið sem stendur og þá tel ég Valsmenn geta gert skráveifu.  Einnig er Keflavík alltaf líklegt til að ná árangri sem og Snæfell.  Sem fyrr greinir þá tel ég okkur í Stjörnunni hafa innistæðu til að veita þessum liðum harða keppni og því gæti mótið í vetur orðið ansi jafnt og áhugavert.

Fréttir
- Auglýsing -